Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2022 14:30 Kathleen Folbigg. GettyImages Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira