„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2022 20:19 Í greininni endurtekur Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, áróður stjórnvalda í Moskvu á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í stórfelldu áróðursstríði. Stöð 2/Arnar „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Þetta segir Mikhail Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í grein sem sendiráðið hefur deilt á Facebook-síðu sinni, bæði á rússnesku og ensku. Tilefni greinarskrifanna er 77 ára afmæli sigurs bandamanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Noskov segir daginn, 9. maí, áminningu til allra þeirra, fyrst og fremst Vesturlanda, sem hafa leitast við að endurskrifa söguna og gera lítið úr hetjudáðum sovéskra hermanna. Noskov segir í greininni að því miður hafi það gerst að nasisminn hafi náð fótfestu á ný, að þessu sinni í Úkraínu. Þar hafi sveitir nýnasista, á borð við Azov-sveitina, verið teknar inn í her landsins og það látið ótalið þótt þær skreyti sig merkjum Hitler og SS-sveita hans. Sendiherrann sakar stjórnvöld í Úkraínu um skipulagðar ofsóknir og ofbeldi gegn rússneskum ríkisborgurum og öðrum í Donbas-héruðunum Donetsk og Luhansk. Þannig segir hann Rússa hafa verið tilneydda til að ráðast í hinar „sérstöku hernaðaraðgerðir“ til að útrýma nasisma í Úkraínu og gera landið herlaust. „Því miður hafa flest lönd á Vesturlöndum, þeirra á meðal Ísland, ekki minnst á eða þóst ekki minnast á þá staðreynd að Úkraína hefur verið að leggja drög að árásaraðgerðum. Umsvifamikilli sókn að Donbas sem hefði stigmagnast í árás gegn Krímskaga Rússlands, sem var aðeins tímaspursmál,“ segir Noskov og vísar til skjala sem hann segir innrásarherinn hafa komist yfir. Segir Rússlandi ekki verða „cancelað“ Í greininni endurtekur sendiherrann ýmsan áróður frá rússneskum stjórnvöldum, líkt og sviðsetningu árásar á fæðingasjúkrahús í Maríupól, á sama tíma og hann sakar Úkraínumenn og Vesturlönd um að standa í áróðursherferð. Þá sakar hann stjórnvöld í Úkraínu um að standa að baki árásum á eigin borgara; árásir á íbúðahverfi, dreifingu jarðsprengja og að nota íbúa sem mannlega skyldi. Noskov sakar Vesturlönd um að nota Úkraínu til að grafa undan Rússlandi. Um sé að ræða áætlun sem hafi lengi verið í undirbúningi. Það sé þess vegna sem Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafi hafnað því að ræða öryggistryggingar sem Rússar stungu upp á í desember 2021. „Það er þess vegna sem Vestrænir bandamenn stjórnvalda í Kænugarði halda áfram að sjá þeim fyrir vopnum og hergögnum til að draga sérstaka hernaðaraðgerð Rússlands á langinn og koma í veg fyrir frið í Úkraínu,“ segir hann. „Enginn getur „cancelað“ Rússlandi,“ segir sendiherrann. „Land okkar mun þrífast undir þrýstingi eins og það hefur gert í gegnum söguna. Rússland er ríkt, ekki bara af náttúrulegum auðlindum, heldur einnig af hæfileikaríku, duglegu fólki sem eru reiðubúin að gera allt til að þróa land sitt og færa það áfram.“ Noskov segir Rússa munu náð markmiðum sínum í Úkraínu, þrátt fyrir stuðning Nató. „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússa verður útrýmt.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira