Ræðu Pútín á „sigurdeginum“ beðið með eftirvæntingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. maí 2022 06:29 Sigurdagurinn er Rússum afar mikilvægur og einna víst að yfirlýsinga er að vænta í ræðu Pútín, hvers efnis sem þær kunna að verða. AP/Sputnik/Mikhail Metzel Heimsbyggðin bíður þess nú með eftirvæntingu að Vladimir Pútín Rússlandsforseti ávarpi rússnesku þjóðina í dag, þegar Rússar fagna sigri sínum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Efnt verður til hátíðarhalda víða um Rússland en aðalviðburðurinn verður gríðarmikil skrúðganga og hergagnasýning á Rauða torginu í Moskvu. Menn segja nokkra möguleika í stöðunni; meðal annars að Pútín magni spennuna með því að lýsa formlega yfir stríði við Úkraínu, eða dragi úr henni með því að lýsa yfir sigri í hinni „sérstöku hernaðaraðger“. Þá er mögulegt að hann muni fara millileið og lýsa yfir einhvers konar áfangasigri en um leið undirbúa rússnesku þjóðina fyrir langa og stranga baráttu. Stjórnmálaspekingar og embættismenn á Vesturlöndum hafa lengi rætt um það að stjórnvöld í Moskvu hafi löngum stefnt að því að geta lýst yfir sigri í Úkraínu á „sigurdeginum“ 9. maí. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig Pútín myndi rökstyðja slíka yfirlýsingu, þar sem rússneski herinn er langt frá því að hafa náð settum markmiðum; að „afhervæða og afnasistavæða“ Úkraínu. Þá hafa þeir hvorki „frelsað“ Donbas, eins og til stóð, né náð yfirráðum meðfram allri strandlengju landsins, frá Transnistríu til Donbas. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Efnt verður til hátíðarhalda víða um Rússland en aðalviðburðurinn verður gríðarmikil skrúðganga og hergagnasýning á Rauða torginu í Moskvu. Menn segja nokkra möguleika í stöðunni; meðal annars að Pútín magni spennuna með því að lýsa formlega yfir stríði við Úkraínu, eða dragi úr henni með því að lýsa yfir sigri í hinni „sérstöku hernaðaraðger“. Þá er mögulegt að hann muni fara millileið og lýsa yfir einhvers konar áfangasigri en um leið undirbúa rússnesku þjóðina fyrir langa og stranga baráttu. Stjórnmálaspekingar og embættismenn á Vesturlöndum hafa lengi rætt um það að stjórnvöld í Moskvu hafi löngum stefnt að því að geta lýst yfir sigri í Úkraínu á „sigurdeginum“ 9. maí. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig Pútín myndi rökstyðja slíka yfirlýsingu, þar sem rússneski herinn er langt frá því að hafa náð settum markmiðum; að „afhervæða og afnasistavæða“ Úkraínu. Þá hafa þeir hvorki „frelsað“ Donbas, eins og til stóð, né náð yfirráðum meðfram allri strandlengju landsins, frá Transnistríu til Donbas.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira