Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2022 06:41 Slasaðir úkraínskir hermenn fyrir utan Azovstal-stálverið í Maríupol. AP/Úkraínski herinn Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Þetta segir í nýju stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn gera enn árangursríkar gagnárásir gegn hersveitum Rússa við Kharkiv. Á undanförnum dögum hafa Rússar hörfað hratt undan sókn Úkraínumanna og nálgast landamæri ríkjanna. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er ólíklegur til að beita kjarnorkuvopnum. Eina tilefnið sem sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna telja að notkun þeirra vopna komi til greina, væri ef Pútín sæi tilvist Rússlands í raunverulegri hættu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býr sig undir langvarandi átök í Úkraínu. Þá telur hann sig enn geta unnið stríðið og ætlar sér frekari landvinninga en í Donbas-héraði. Litlar líkur voru á því að Rússar næðu markmiðum sínum í Úkraínu vegna þess að rússneski herinn hefur ekki mætt öðrum alvöru her um langt skeið. Þetta segir fyrrverandi málaliði Wagner Group en sá hópur hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í morgun að varnir Norðurlandanna myndu styrkjast ef Svíar og Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið. „Ef af verður, verða áhrifin þau að við verðum sterkari saman,“ sagði hann. Varnarmálaráðuneytið segir áætlanir Rússa líklega hafa gert ráð fyrir að þeir myndu mæta takmarkaðri mótspyrnu og reynast auðvelt að umkringja helstu þéttbýlissvæði. Þetta hefði orðið til þess að aðgerðum var hagað þannig að mannfall varð verulegt. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að hægt verði að senda kornvörur frá Odesa, þar sem matvælaskortur blasi víða við að óbreyttu. Rússar gerðu árás á höfnina í borginni í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist hafa átt árangursríkt samtal við Viktor Orban, forseta Ungverjalands í gær. Sambandið reynir nú að fá Orban til að samþykkja olíubann en von der Leyen sagði málið enn ekki í höfn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira