Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 11. maí 2022 06:41 Kona stendur við rústir hússi síns í bænum Pidhane í nágrenni Kænugarðs. Vísir/Getty Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent