Það sem enginn vill ræða en allir vilja hafa Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:00 Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar