Það sem enginn vill ræða en allir vilja hafa Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:00 Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun