Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 07:25 Jimmy Butler treður boltanum í sigri Miami Heat í nótt. Liðið er komið í úrslit austurdeildarinnar og mætir Boston Celtics eða Milwaukee Bucks. AP/Matt Slocum Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik. Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum