Forgangsröðun hjá borginni Þórey Björk Hjaltadóttir skrifar 13. maí 2022 12:21 Fyrir sex árum byrjaði ég að kenna, þá enn í meistaranáminu mínu. Ég byrjaði að kenna í Breiðholtskóla og var þar í þrjú ár áður en ég færði mig yfir í Ölduselsskóla þar sem ég er enn. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna skólastjórnendur á neinn hátt þar sem þeir eru að gera sitt besta, þeir þurfa að velja og hafna hvað er gert hverju sinni. Strax frá upphafi vakti það furðu mína hvernig borgin sinnir viðhaldi og endurnýjun á búnaði hjá skólum. Ég hef alltaf undrað mig á því að borgin virðist hafa það markmið að setja plástur á fótbrot, í staðinn fyrir að skoða vel hvað er að og frá upphafi að setja fótinn í gifs. Mig langar aðeins að segja ykkur hvernig þetta hefur birst fyrir mér. Ég byrja að kenna (á miðstigi) í Breiðholtsskóla og þar var eins og annarsstaðar reynt að gera það besta úr litlu fjármagni frá borginni. Ég kenndi í teymi þar sem bekkjum var oft blandað saman og því gat ég verið með allt upp í 28 nemendur inni í stofunni minni í einu þrátt fyrir að minn umsjónarbekkur hafi talið (mest) 24 nemendur. Borðin í stofunni minni voru til skammar þar sem borð voru sótt í geymslu því ekki var hægt að fá ný borð. Sum voru þannig að búið var að saga í þau fyrir mörgum árum ef ekki áratugum. Stólarnir voru gamlir og úr sér gengnir og síðasta árið mitt endaði ég á að vera með 14 týpur af stólum. Sumir þeirra brotnuðu, skrúfur fóru í gegn á öðrum og eyðilögðu föt nemenda og annað rugl. Kennaraborðið var örugglega keypt þegar skólinn var stofnaður (1969) og það endaði með því að ég kom sjálf með borð til að vinna á. Hvað ætli sé oft búið að kaupa borð fyrir þá sem vinna niðri í Borgartúni eða í Ráðhúsinu síðan 1969? Kennarar geta valið um að hafa borðtölvu í stofunni sinni eða fá fartölvu. Ekki er í boði að hafa hvoru tveggja. Ég valdi fartölvu. Í stofunni minni var borðtölva sem var frekar gömul, ég viðurkenni það alveg að ég lét bara ekki vita af henni þar sem mér þótti gott að hafa hana ef ég þurfti að láta nemendur vinna í tölvu hjá mér. Þá er komið að tölvukostinum fyrir nemendur: Ég gat ekki farið með allan bekkinn minn í tölvur að vinna verkefni, til þess voru tölvurnar ekki nógu margar. Þá var bara að óska þess að einhver væri í leyfi eða veikur til að ég þyrfti ekki að velja á milli nemenda. Ég tek það fram að það voru ekki skólastjórnendur sem vildu ekki að ég væri með tvær tölvur heldur var þetta tengt þeim sem stjórna tölvumálunum. Fyrir einhverjum árum heyrði ég það að í venjulegum fyrirtækjum væru tölvur afskráðar eftir sex ár. Í haust voru að miklu leyti komin ný borð í Ölduselsskóla en þó ekki í allan skólann. Í unglingadeild var borðafjöldi ákveðinn með tilliti til fjölda nemenda í unglingadeild, en það veldur vandræðum, þar sem bekkirnir fara á milli stofa og því er ekki alltaf sami fjöldi í hverri stofu. Í stofunni minni var kennaraborð sem er örugglega frá því að skólinn var opnaður og þrátt fyrir að stólinn væri í lægstu stillingu, var það svo lágt að ég sit alltaf bogin í baki. Þá er komið að viðhaldi skólanna: Hvað er málið með það að ekki sé málað nema á 20 ára fresti eða eitthvað álíka og ef það er málað má ekki mála alla stofuna heldur bara hluta af henni, t.d. einn vegg. Það kom upp mygla í skólanum mínum eins og víða annars staðar og þegar mygla kemur upp á að henda öllu timbri og gott væri að senda eitthvað af því í rannsókn til að vita nákvæmlega hvað við er að eiga. En því var öllu hent og allavega í einni stofunni eru enn hillur sem hafa verið þar síðan skólinn var byggður. Fyrst ég er farin að tala um málningu þá voru hillur teknar niður í einni stofunni og hvað haldið þið - götin voru skilin eftir ekkert verið að sparsla áður en málað er. Þegar skipt er um dúka er ekki skipt á allri stofunni heldur bara þann bút sem þarf, ef það er bara helmingur sem er ónýtur þá tökum við það og bætum svo - kannski með öðrum lit og jafnvel þeim þriðja eða fjórða. Í kaffistofum starfsmanna eru sömu hillur og voru settar upp þegar skólarnir voru byggðir. Þegar fengin eru skrifborð fyrir kennara þá er það eitthvað notað frá fyrirtæki sem er að taka nýtt til notkunar eða keypt í Ikea til að spara. Því alls ekki skal eyða miklu í skólana. Ég væri alveg til í að vita hvort einhver sem vinnur á skrifstofu borgarinnar sé með svona gömul skrifborð (ef ekki þá eru til í mörgum skólum og þið sem vinnið niðri í Borgartúni eða Ráðhúsi megið örugglega taka). Salerni nemenda og starfsmanna hafa oft ekki verið neitt tekin í gegn, þar eru sumsstaðar t.d. sömu flísar og básar og þegar skólinn var tekinn í notkun t.d. 1969 í Breiðholtsskóla. Nú þurfum við líka að hafa það í huga að þau salerni eru mun meira notuð en þau sem eru á heimilum. Þar sem sundlaugar eru við skóla er viðhaldi einnig ábótavant. Þar er gjarnan skipt um 10 lausar flísar í staðin fyrir að taka hverja sundlaug fyrir sig og laga hana alla, skipta um allar flísar í ár til að ekki þurfi að koma aftur næsta sumar og taka næstu flísar. Þegar sundkennari kemur til kennslu að hausti er ekki hægt að kenna sund, þar sem ekki náðist að klára að laga laugina því iðnaðarmenn taka víst sumarfrí eins og aðrir. Aðstaða í búningsherbergjum er annað atriði sem er víða í ólagi. Það er oft búið að tala um að kostnaður á nemanda hér á landi sé mikill. Mér þætti gott að vita hvort þau lönd sem við berum okkur saman við taka inn í sína tölu leigu á öllu tengt skólanum t.d. húsnæði og tölvukosti, því skólar borga leigu til borgarinnar á ótrúlegustu hlutum. En þá vil ég líka koma með þá athugasemd að ef ég væri leigusali eins og Reykjavíkurborg er þá myndi leigjandinn minn ekki sætta sig við þann aðbúnað sem boðið er uppá í skólum. Höfundur er foreldri, kennari og íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fyrir sex árum byrjaði ég að kenna, þá enn í meistaranáminu mínu. Ég byrjaði að kenna í Breiðholtskóla og var þar í þrjú ár áður en ég færði mig yfir í Ölduselsskóla þar sem ég er enn. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna skólastjórnendur á neinn hátt þar sem þeir eru að gera sitt besta, þeir þurfa að velja og hafna hvað er gert hverju sinni. Strax frá upphafi vakti það furðu mína hvernig borgin sinnir viðhaldi og endurnýjun á búnaði hjá skólum. Ég hef alltaf undrað mig á því að borgin virðist hafa það markmið að setja plástur á fótbrot, í staðinn fyrir að skoða vel hvað er að og frá upphafi að setja fótinn í gifs. Mig langar aðeins að segja ykkur hvernig þetta hefur birst fyrir mér. Ég byrja að kenna (á miðstigi) í Breiðholtsskóla og þar var eins og annarsstaðar reynt að gera það besta úr litlu fjármagni frá borginni. Ég kenndi í teymi þar sem bekkjum var oft blandað saman og því gat ég verið með allt upp í 28 nemendur inni í stofunni minni í einu þrátt fyrir að minn umsjónarbekkur hafi talið (mest) 24 nemendur. Borðin í stofunni minni voru til skammar þar sem borð voru sótt í geymslu því ekki var hægt að fá ný borð. Sum voru þannig að búið var að saga í þau fyrir mörgum árum ef ekki áratugum. Stólarnir voru gamlir og úr sér gengnir og síðasta árið mitt endaði ég á að vera með 14 týpur af stólum. Sumir þeirra brotnuðu, skrúfur fóru í gegn á öðrum og eyðilögðu föt nemenda og annað rugl. Kennaraborðið var örugglega keypt þegar skólinn var stofnaður (1969) og það endaði með því að ég kom sjálf með borð til að vinna á. Hvað ætli sé oft búið að kaupa borð fyrir þá sem vinna niðri í Borgartúni eða í Ráðhúsinu síðan 1969? Kennarar geta valið um að hafa borðtölvu í stofunni sinni eða fá fartölvu. Ekki er í boði að hafa hvoru tveggja. Ég valdi fartölvu. Í stofunni minni var borðtölva sem var frekar gömul, ég viðurkenni það alveg að ég lét bara ekki vita af henni þar sem mér þótti gott að hafa hana ef ég þurfti að láta nemendur vinna í tölvu hjá mér. Þá er komið að tölvukostinum fyrir nemendur: Ég gat ekki farið með allan bekkinn minn í tölvur að vinna verkefni, til þess voru tölvurnar ekki nógu margar. Þá var bara að óska þess að einhver væri í leyfi eða veikur til að ég þyrfti ekki að velja á milli nemenda. Ég tek það fram að það voru ekki skólastjórnendur sem vildu ekki að ég væri með tvær tölvur heldur var þetta tengt þeim sem stjórna tölvumálunum. Fyrir einhverjum árum heyrði ég það að í venjulegum fyrirtækjum væru tölvur afskráðar eftir sex ár. Í haust voru að miklu leyti komin ný borð í Ölduselsskóla en þó ekki í allan skólann. Í unglingadeild var borðafjöldi ákveðinn með tilliti til fjölda nemenda í unglingadeild, en það veldur vandræðum, þar sem bekkirnir fara á milli stofa og því er ekki alltaf sami fjöldi í hverri stofu. Í stofunni minni var kennaraborð sem er örugglega frá því að skólinn var opnaður og þrátt fyrir að stólinn væri í lægstu stillingu, var það svo lágt að ég sit alltaf bogin í baki. Þá er komið að viðhaldi skólanna: Hvað er málið með það að ekki sé málað nema á 20 ára fresti eða eitthvað álíka og ef það er málað má ekki mála alla stofuna heldur bara hluta af henni, t.d. einn vegg. Það kom upp mygla í skólanum mínum eins og víða annars staðar og þegar mygla kemur upp á að henda öllu timbri og gott væri að senda eitthvað af því í rannsókn til að vita nákvæmlega hvað við er að eiga. En því var öllu hent og allavega í einni stofunni eru enn hillur sem hafa verið þar síðan skólinn var byggður. Fyrst ég er farin að tala um málningu þá voru hillur teknar niður í einni stofunni og hvað haldið þið - götin voru skilin eftir ekkert verið að sparsla áður en málað er. Þegar skipt er um dúka er ekki skipt á allri stofunni heldur bara þann bút sem þarf, ef það er bara helmingur sem er ónýtur þá tökum við það og bætum svo - kannski með öðrum lit og jafnvel þeim þriðja eða fjórða. Í kaffistofum starfsmanna eru sömu hillur og voru settar upp þegar skólarnir voru byggðir. Þegar fengin eru skrifborð fyrir kennara þá er það eitthvað notað frá fyrirtæki sem er að taka nýtt til notkunar eða keypt í Ikea til að spara. Því alls ekki skal eyða miklu í skólana. Ég væri alveg til í að vita hvort einhver sem vinnur á skrifstofu borgarinnar sé með svona gömul skrifborð (ef ekki þá eru til í mörgum skólum og þið sem vinnið niðri í Borgartúni eða Ráðhúsi megið örugglega taka). Salerni nemenda og starfsmanna hafa oft ekki verið neitt tekin í gegn, þar eru sumsstaðar t.d. sömu flísar og básar og þegar skólinn var tekinn í notkun t.d. 1969 í Breiðholtsskóla. Nú þurfum við líka að hafa það í huga að þau salerni eru mun meira notuð en þau sem eru á heimilum. Þar sem sundlaugar eru við skóla er viðhaldi einnig ábótavant. Þar er gjarnan skipt um 10 lausar flísar í staðin fyrir að taka hverja sundlaug fyrir sig og laga hana alla, skipta um allar flísar í ár til að ekki þurfi að koma aftur næsta sumar og taka næstu flísar. Þegar sundkennari kemur til kennslu að hausti er ekki hægt að kenna sund, þar sem ekki náðist að klára að laga laugina því iðnaðarmenn taka víst sumarfrí eins og aðrir. Aðstaða í búningsherbergjum er annað atriði sem er víða í ólagi. Það er oft búið að tala um að kostnaður á nemanda hér á landi sé mikill. Mér þætti gott að vita hvort þau lönd sem við berum okkur saman við taka inn í sína tölu leigu á öllu tengt skólanum t.d. húsnæði og tölvukosti, því skólar borga leigu til borgarinnar á ótrúlegustu hlutum. En þá vil ég líka koma með þá athugasemd að ef ég væri leigusali eins og Reykjavíkurborg er þá myndi leigjandinn minn ekki sætta sig við þann aðbúnað sem boðið er uppá í skólum. Höfundur er foreldri, kennari og íbúi í Reykjavík.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun