Við stöndum við bakið á foreldrum Kristófer Már Maronsson skrifar 13. maí 2022 13:00 Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar