Kæru Hvergerðingar Sandra Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 13:50 Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun