Taktu þitt pláss, ÞÚ skiptir máli Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, Svanur Gísli Þorkelsson, Vania Cristína Leite Lopes og Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifa 13. maí 2022 14:21 Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðuvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inná borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Höfundar eru á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðuvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inná borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Höfundar eru á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun