Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 20:01 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi. Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira