Smyglaði myndefni til AP í túrtappa og hvarf skömmu síðar Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 14:23 Yuliia Paievska er uppgjafarhermaður og bráðatæknir. Hún keppti einnig á Invictus-leikunum árið 2018 í bogfimi og sundi. Þessi mynd var tekin það ár. AP/Invictus-lið Úkraínu Úkraínskur bráðatæknir í sjálfboðastarfi í fangaði störf sín í Maríupól á mynd og kom efninu til blaðamanna AP fréttaveitunnar á minniskorti sem hún faldi í túrtappa. Degi síðar var hún handsömuð af Rússum og ranglega sökuð um að tilheyra Azov-herdeildinni. Yuliia Paievska, sem gengur undir nafninu Taira, gekk um með myndavél í um tvær vikur í mars og fangaði hið hræðilega ástand í borginni. Myndefni hennar sýnir hana fara um borgina og reyna að bjarga lífi fólks og flytja það á sjúkrahús. Myndefninu kom hún til áðurnefndra blaðamanna AP skömmu áður en þeir fóru frá Maríupól. Þeir voru síðustu vestrænu blaðamennirnir í borginni. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í Vaktinni á Vísi. Eitt myndband frá tíunda mars sýnir hana taka á móti tveimur rússneskum hermönnum sem voru særðir. Aðspurð hvort hún ætlaði að hlúa að þeim sagði hún: „Þeir yrðu ekki svo góðir við okkur en ég get ekki annað. Þeir eru stríðsfangar.“ Taira hlúði jafnt að særðum rússneskum hermönnum og úkraínskum.AP/Yuliia Paievska Eftir að hún var handsömuð sökuðu Rússar hana um að vera í Azov-herdeildinni, sem Rússar segja nasista, en það segir AP fréttaveitan ekki vera rétt. Hún hafi engin tengsl við herdeildina. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa reynt að fá Tairu bætt á lista fyrir fangaskipti en að Rússar segist ekki vera með hana í haldi. Það er þrátt fyrir að hún hafi sést í sjónvarpsútsendingum rússneskra fjölmiðla, með bundnar hendur og marin í andliti. Það var 21. mars en síðan þá hefur engin séð til hennar. Rússar eru sakaðir um að hafa handsamað og jafnvel rænt hundruðum manna og kvenna í Úkraínu. Mörg þeirra hafa verið pyntuð og myrt. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýverið hafi rússneskir hermenn fjarlægt konu úr bílalest frá Maríupól og sakað hana um að vera bráðatækni í hernum. Hún var handsömuð en ung dóttir hennar þurfti að fara ein í bílalestinni, samkvæmt starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Frétt AP og hluta af myndefni Tairu má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vert er að vara áhorfendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Yuliia Paievska, sem gengur undir nafninu Taira, gekk um með myndavél í um tvær vikur í mars og fangaði hið hræðilega ástand í borginni. Myndefni hennar sýnir hana fara um borgina og reyna að bjarga lífi fólks og flytja það á sjúkrahús. Myndefninu kom hún til áðurnefndra blaðamanna AP skömmu áður en þeir fóru frá Maríupól. Þeir voru síðustu vestrænu blaðamennirnir í borginni. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í Vaktinni á Vísi. Eitt myndband frá tíunda mars sýnir hana taka á móti tveimur rússneskum hermönnum sem voru særðir. Aðspurð hvort hún ætlaði að hlúa að þeim sagði hún: „Þeir yrðu ekki svo góðir við okkur en ég get ekki annað. Þeir eru stríðsfangar.“ Taira hlúði jafnt að særðum rússneskum hermönnum og úkraínskum.AP/Yuliia Paievska Eftir að hún var handsömuð sökuðu Rússar hana um að vera í Azov-herdeildinni, sem Rússar segja nasista, en það segir AP fréttaveitan ekki vera rétt. Hún hafi engin tengsl við herdeildina. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa reynt að fá Tairu bætt á lista fyrir fangaskipti en að Rússar segist ekki vera með hana í haldi. Það er þrátt fyrir að hún hafi sést í sjónvarpsútsendingum rússneskra fjölmiðla, með bundnar hendur og marin í andliti. Það var 21. mars en síðan þá hefur engin séð til hennar. Rússar eru sakaðir um að hafa handsamað og jafnvel rænt hundruðum manna og kvenna í Úkraínu. Mörg þeirra hafa verið pyntuð og myrt. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýverið hafi rússneskir hermenn fjarlægt konu úr bílalest frá Maríupól og sakað hana um að vera bráðatækni í hernum. Hún var handsömuð en ung dóttir hennar þurfti að fara ein í bílalestinni, samkvæmt starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Frétt AP og hluta af myndefni Tairu má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vert er að vara áhorfendur við því að myndefnið getur vakið óhug.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira