Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Yngvi Harðarson skrifar 20. maí 2022 17:30 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Kauphöllin Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar