„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 20:02 Úkraínuforseti kallaði enn og aftur eftir frekari vopnasendingum í dag. AP Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira