Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 21:01 Frá vettvangi. AP Photo/Dario Lopez-Mills Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara. JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022 Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli. Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher. Abbott said the shooter is also deceased.— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022 Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina. Frá vettvangi.AP Photo/Dario Lopez-Mills Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi. Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana. Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara. JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022 Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli. Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher. Abbott said the shooter is also deceased.— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022 Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina. Frá vettvangi.AP Photo/Dario Lopez-Mills Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi. Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana. Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira