Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2022 07:18 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Laurent Gillieron/Keystone via AP Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent