Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 12:01 Hin þrítuga Nazia heldur á vannærðu barni sínu á spítala í Parwan. Ap/Ebrahim Noroozi Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu. Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu.
Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira