Boston Celtics einum sigri frá úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 08:30 Úr leiknum í nótt. EPA-EFE/RHONA WISE Boston Celtics lagði Miami Heat með 13 stiga mun, 93-80, í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Celtics er því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og segja má að Miami Heat hafi verið yfirhöndina í fyrri hálfleik, staðan 42-37 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Sóknarleikur Boston Celtics var afleitur en það átti heldur betur eftir að breytast í upphafi síðari hálfleiks. Í þriðja leikhluta skoruðu leikmenn Boston nefnilega 32 stig gegn aðeins 16 hjá Miami og tóku þar með öll völd á vellinum. JAYLEN BROWN THROWS IT DOWN!#NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/jEgbj4tu18— NBA (@NBA) May 26, 2022 Fór það svo að Boston vann 13 stiga sigur, lokatölur 93-80. Er þetta annar leikurinn í röð þar sem Miami skorar undir 85 stig og þá var Jimmy Butler, stórstjarna liðsins langt frá sínu besta. Það er mikið áhyggjuefni fyrir sjötta leik einvígisins ætli Miami sér að komast í oddaleik. Sigurvegari rimmunnar mætir að öllum líkindum Golden State Warriors í úrslit en Stephen Curry og félagar eru 3-1 yfir gegn Dallas Mavericks í hinu undanúrslitaeinvígi deildarinnar. Jaylen Brown var stigahæstur allra á vellinum í nótt er hann skoraði 25 stig fyrir Boston. Þar á eftir kom Jayson Tatum með 22 stig en hann var einnig stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Jayson Tatum's playmaking shined in Game 5 as he dished out 9 dimes in addition to his double-double!@jaytatum0: 22 PTS, 12 REB, 9 AST pic.twitter.com/u7vDR1yNkb— NBA (@NBA) May 26, 2022 Tatum tók nefnilega 12 fráköst og gaf svo 9 stoðsendingar. Hjá Miami var Bam Adebayo stigahæstur með 18 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leikurinn var nokkuð jafn framan af og segja má að Miami Heat hafi verið yfirhöndina í fyrri hálfleik, staðan 42-37 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Sóknarleikur Boston Celtics var afleitur en það átti heldur betur eftir að breytast í upphafi síðari hálfleiks. Í þriðja leikhluta skoruðu leikmenn Boston nefnilega 32 stig gegn aðeins 16 hjá Miami og tóku þar með öll völd á vellinum. JAYLEN BROWN THROWS IT DOWN!#NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/jEgbj4tu18— NBA (@NBA) May 26, 2022 Fór það svo að Boston vann 13 stiga sigur, lokatölur 93-80. Er þetta annar leikurinn í röð þar sem Miami skorar undir 85 stig og þá var Jimmy Butler, stórstjarna liðsins langt frá sínu besta. Það er mikið áhyggjuefni fyrir sjötta leik einvígisins ætli Miami sér að komast í oddaleik. Sigurvegari rimmunnar mætir að öllum líkindum Golden State Warriors í úrslit en Stephen Curry og félagar eru 3-1 yfir gegn Dallas Mavericks í hinu undanúrslitaeinvígi deildarinnar. Jaylen Brown var stigahæstur allra á vellinum í nótt er hann skoraði 25 stig fyrir Boston. Þar á eftir kom Jayson Tatum með 22 stig en hann var einnig stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Jayson Tatum's playmaking shined in Game 5 as he dished out 9 dimes in addition to his double-double!@jaytatum0: 22 PTS, 12 REB, 9 AST pic.twitter.com/u7vDR1yNkb— NBA (@NBA) May 26, 2022 Tatum tók nefnilega 12 fráköst og gaf svo 9 stoðsendingar. Hjá Miami var Bam Adebayo stigahæstur með 18 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira