Mikil reiði blossað upp eftir að svartur maður kafnaði í lögreglubíl Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. maí 2022 08:24 Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Bruna Prado Mikil reiði hefur blossað upp í Brasilíu eftir að maður lést í haldi lögreglu í borginni Umbaúba í norðausturhluta landsins. Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro. Brasilía Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro.
Brasilía Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira