Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 15:13 Félagar í samtökum mæðra sem krefjast hertrar skotvopnalöggjafar mótmæla fyrir utan Bandaríkjaþing. Skotárásin í Uvalde hefur enn á ný kveikt undir umræðunni um útbreidda skotvopnaeign í Bandaríkjunum. AP/J. Scott Applewhite Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. Tillögurnar sem hópurinn hyggst ræða eru afmarkaðar og engar þeirra ganga nærri því eins langt og þær sem margir demókratar hafa kallað eftir eins og bann við árásarrifflum og stórum skothylkjum. Þess í stað eru gamlar hugmyndir um að herða bakgrunnseftirlit með væntanlegum byssukaupendum og veita yfirvöldum heimild til að svipta fólk sem ógnar öðrum eða sjálfu sér skotvopnum. Í hópnum eru fimm þingmenn demókrata og fjórir repúblikanar. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum og öldungadeildarþingmaður frá Connecticut, segir að ætlunin sé að reyna að koma að málamiðlun um þverpólitískt frumvarp í þinghléi sem hefst um helgina og leggja það fram til atkvæðagreiðslu í byrjun júní, að sögn AP-fréttastofunnar. „Líkurnar eru okkur ekki í hag en við skuldum foreldrum og börnum að láta á það reyna,“ tísti Murphy um möguleikana á að hópurinn næði saman um tillögur. John Cornyn, repúblikani frá Texas, segir að harmleikurinn í Uvalde gæti skapað hvata til málamiðlunar en að tillögurnar þyrftu að vera hóflegar. Chris Murphy var fulltrúadeildarþingmaður Newton í Connecticut þegar vopnaður maður skaut tuttugu börn og sex fullorðna til bana í Sandy Hook-grunnskólanum. Hann reynir nú að ná þverpólitískri sátt um tillögur að aðgerðum til að sporna við fjöldamorðum með skotvopnum.AP/J. Scott Applewhite Fáir repúblikanar ljá máls á takmörkunum á byssueign Jafnvel þó að hópnum tækist að miðla málum sín á milli er ekki á vísan að róa með að tryggja tillögunum nægilegs stuðnings þingsmanna repúblikana til að þær gætu orðið að lögum. Flokkarnir tveir hafa jafnmarga fulltrúa í öldungadeildinni en aukinn meirihluta þarf til að yfirstíga málþóf repúblikana og koma máli í gegn. Langflestir kjörnir fulltrúar repúblikanar mega ekki heyra á það minnst að herða skotvopnalöggjöfina á nokkurn hátt. „Að takmarka réttindi löghlýðinna borgara gerir hvorki samfélagið né landið öryggara. Við verðum að einbeita okkur að sértæku vandamálunum og reyna að finna leiðir til að leysa sum þeirra,“ sagði Cornyn við fréttamenn. John Cornyn stillir væntingum verulega í hóf fyrir viðræður þingmanna um aðgeðrir til að bregðast við blóðugri skotárás í grunnskóla í heimaríki hans.Vísir/EPA Töldu frumvarp gegn hryðjuverkum geta bitnað á íhaldsmönnum Atkvæðagreiðsla í þinginu um frumvarp um innlenda hryðjuverkstarfsemi sem fulltrúadeildin samþykkti í kjölfar fjöldamorð rasísks byssumanns á svörtu fólki í Buffalo veit ekki á gott fyrir líkurnar á að repúblikanar gefi eitthvað eftir að þessu sinni. Repúblikanar stöðuðu frumvarpið sem hefði gert alríkisstjórninni að berjast gegn innlendri hryðjuverkstarfsemi og hvítri þjóðernishyggju, þar á meðal innan lögreglu-, fangavarða- og herliðs landsins. Héldu þeir því meðal annars fram að yrði frumvarpið að lögum myndi það leiða til þess að íhaldsmenn yrðu að skotmarki yfirvalda, að því er segir í frétt Washington Post. Cornyn sjálfur vísaði til átyllu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir því að ráðast inn í Úkraínu um að þar þyrfti að uppræta nasisma þegar þingmaðurinn var spurður hvort að hvít þjóðernishyggja og nýnasismi væru öryggisógnir í Bandaríkjunum. „Herra Pútín sér nasista í Úkraínu. Ég býst við því að demókratar kollegar mínir einbeiti sér að nasistum í Bandaríkjunum. Ég veit það ekki. Það er ekkert vit í þessu fyrir mér, “ sagði Cornyn. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Öldungadeildarþingmaður Texas gekk út úr viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina bresku þegar hann annað hvort gat ekki eða vildi ekki svara hvers vegna meiriháttar skotárásir eiga sér aðeins stað í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 11:12 Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Tillögurnar sem hópurinn hyggst ræða eru afmarkaðar og engar þeirra ganga nærri því eins langt og þær sem margir demókratar hafa kallað eftir eins og bann við árásarrifflum og stórum skothylkjum. Þess í stað eru gamlar hugmyndir um að herða bakgrunnseftirlit með væntanlegum byssukaupendum og veita yfirvöldum heimild til að svipta fólk sem ógnar öðrum eða sjálfu sér skotvopnum. Í hópnum eru fimm þingmenn demókrata og fjórir repúblikanar. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum og öldungadeildarþingmaður frá Connecticut, segir að ætlunin sé að reyna að koma að málamiðlun um þverpólitískt frumvarp í þinghléi sem hefst um helgina og leggja það fram til atkvæðagreiðslu í byrjun júní, að sögn AP-fréttastofunnar. „Líkurnar eru okkur ekki í hag en við skuldum foreldrum og börnum að láta á það reyna,“ tísti Murphy um möguleikana á að hópurinn næði saman um tillögur. John Cornyn, repúblikani frá Texas, segir að harmleikurinn í Uvalde gæti skapað hvata til málamiðlunar en að tillögurnar þyrftu að vera hóflegar. Chris Murphy var fulltrúadeildarþingmaður Newton í Connecticut þegar vopnaður maður skaut tuttugu börn og sex fullorðna til bana í Sandy Hook-grunnskólanum. Hann reynir nú að ná þverpólitískri sátt um tillögur að aðgerðum til að sporna við fjöldamorðum með skotvopnum.AP/J. Scott Applewhite Fáir repúblikanar ljá máls á takmörkunum á byssueign Jafnvel þó að hópnum tækist að miðla málum sín á milli er ekki á vísan að róa með að tryggja tillögunum nægilegs stuðnings þingsmanna repúblikana til að þær gætu orðið að lögum. Flokkarnir tveir hafa jafnmarga fulltrúa í öldungadeildinni en aukinn meirihluta þarf til að yfirstíga málþóf repúblikana og koma máli í gegn. Langflestir kjörnir fulltrúar repúblikanar mega ekki heyra á það minnst að herða skotvopnalöggjöfina á nokkurn hátt. „Að takmarka réttindi löghlýðinna borgara gerir hvorki samfélagið né landið öryggara. Við verðum að einbeita okkur að sértæku vandamálunum og reyna að finna leiðir til að leysa sum þeirra,“ sagði Cornyn við fréttamenn. John Cornyn stillir væntingum verulega í hóf fyrir viðræður þingmanna um aðgeðrir til að bregðast við blóðugri skotárás í grunnskóla í heimaríki hans.Vísir/EPA Töldu frumvarp gegn hryðjuverkum geta bitnað á íhaldsmönnum Atkvæðagreiðsla í þinginu um frumvarp um innlenda hryðjuverkstarfsemi sem fulltrúadeildin samþykkti í kjölfar fjöldamorð rasísks byssumanns á svörtu fólki í Buffalo veit ekki á gott fyrir líkurnar á að repúblikanar gefi eitthvað eftir að þessu sinni. Repúblikanar stöðuðu frumvarpið sem hefði gert alríkisstjórninni að berjast gegn innlendri hryðjuverkstarfsemi og hvítri þjóðernishyggju, þar á meðal innan lögreglu-, fangavarða- og herliðs landsins. Héldu þeir því meðal annars fram að yrði frumvarpið að lögum myndi það leiða til þess að íhaldsmenn yrðu að skotmarki yfirvalda, að því er segir í frétt Washington Post. Cornyn sjálfur vísaði til átyllu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir því að ráðast inn í Úkraínu um að þar þyrfti að uppræta nasisma þegar þingmaðurinn var spurður hvort að hvít þjóðernishyggja og nýnasismi væru öryggisógnir í Bandaríkjunum. „Herra Pútín sér nasista í Úkraínu. Ég býst við því að demókratar kollegar mínir einbeiti sér að nasistum í Bandaríkjunum. Ég veit það ekki. Það er ekkert vit í þessu fyrir mér, “ sagði Cornyn.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Öldungadeildarþingmaður Texas gekk út úr viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina bresku þegar hann annað hvort gat ekki eða vildi ekki svara hvers vegna meiriháttar skotárásir eiga sér aðeins stað í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 11:12 Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Öldungadeildarþingmaður Texas gekk út úr viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina bresku þegar hann annað hvort gat ekki eða vildi ekki svara hvers vegna meiriháttar skotárásir eiga sér aðeins stað í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 11:12
Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01
„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14