Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2022 08:11 Sergei Lavrov (t.v.) segir ekkert til í orðrómi þess efnis að yfirboðari hans, Vladimír Pútín (t.h.), glími við veikindi um þessar mundir. Sean Gallup-Pool/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira