„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2022 23:31 Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. AP Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Varaforsetinn tjáði sig um vaxandi skotvopnaógn í Bandaríkjunum eftir að hún var viðstödd jarðarför hinnar 86 ára gömlu Ruth With-field sem var sú elsta sem lést í skotárás í stórmarkaði Í New York fyrir tveimur vikum. Rúmlega viku eftir skotárásina skaut átján ára gamall árásarmaður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas. Vill banna árásarvopn Varaforsetinn sagði lausnina við vaxandi byssuógn einfalda. „Ég hef oft sagt að við megum ekki sitja með hendur í skauti og leita að lausn. Við erum ekki að leita að bóluefni. Við vitum hvað virkar gegn þessu. Eitt af því er að banna árásarvopn,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Hún sagði að árásarvopn væru hönnuð í þeim eina tilgangi að drepa margt fólk í einu og að slík vopn eigi ekki heima úti í samfélaginu. „Þingið þarf að grípa til ráðstafana. Við þurfum að sameinast sem ein og óskipt þjóð þar sem allir standa saman.“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í árásinni í Uvalde í hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Nöfn þeirra má finna á Vísi ásamt stuttum eftirmæli sem AP fréttastofan tók saman. Í kjölfar árásarinnar hafa skólar víðsvegar um Bandaríkin hert öryggisgæslu. Margir skólar hafa takmarkað komur gestkomandi, fjölgað öryggismyndavélum og í borginni Buffalo í New York þurfa foreldrar að fá sérstakt leyfi til þess að koma inn í skóla þar sem allar dyr skólabygginga verða læstar.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Skotvopn Tengdar fréttir „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55