Framtíð vímuefnameðferðar á Íslandi ógnað Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2022 11:32 Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar