Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 22:30 Payton Gendron í dómsal í síðasta mánuði. AP/Matt Rourke Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Gendron keyrði í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki og streymdi hann frá árásinni á netinu. Hann birti einnig skömmu áður langt skjal þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Sjá einnig: Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Ákærudómstóll hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gendron yrði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann stendur samtals frammi fyrir 25 ákærum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Auk ákæra fyrir morð og hryðjuverk hefur hann einnig verið ákærður fyrir hatursglæp, morðtilraunir og brot á vopnalögum. Hann gæti seinna meir verið ákærður aftur fyrir hatursglæp en þá af alríkisdómstólum. Verði Gendron fundinn sekur fyrir hryðjuverk gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Bað hvítan mann afsökunar en skaut aðra Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Meðal þeirra voru átta viðskiptavinir verslunarinnar þar sem hann framdi fjöldamorðið, öryggisvörður og djákni sem stundaði það að keyra fólk í búðir. Í versluninni rakst Gendron á minnst einn hvítan mann. Upptaka hans sýndi manninn kalla á hjálp þegar Gendron beindi byssunni að honum þar sem maðurinn faldi sig bakvið afgreiðsluborð. Gendron bað hann þó afsökunar og hljóp á brott til að finna önnur fórnarlömb. Nokkrum sekúndum áður hafði hann skotið nokkra þeldökka til bana. Gendron var vopnaður riffli af gerðinni AR-15, sem er hálfsjálvirkur og með magasín sem innihéldu mörg skot.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. 31. maí 2022 15:50
„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind 29. maí 2022 23:31
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55