Miðflokkurinn í sókn og vörn Sigurður Páll Jónsson skrifar 2. júní 2022 10:00 Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun