„Veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 16:01 Stephen Curry og félagar í Golden State þykja líklegri til að landa NBA-meistaratitlinum. Getty „Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira