„Veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 16:01 Stephen Curry og félagar í Golden State þykja líklegri til að landa NBA-meistaratitlinum. Getty „Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira
Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira