Boston Celtics leiðir úrslitaeinvígið þökk sé mögnuðum fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigur í fyrsta leik og það í San Francisco. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Boston Celtics leiðir 1-0 gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik virtist sem Stríðsmennirnir væru betur stemmdir og leiddu þeir með allt að 15 stigum í þriðja leikhluta. Ótrúlegur fjórði leikhluti tryggð Boston hins vegar 120-108 sigur. Gríðarleg spenna var fyrir leik kvöldsins í San Francisco, bæði Vestanhafs sem og hér heima þar sem splæst var í veglegestu NBA-útsendingu Íslandssögunnar. Segja má að fyrsti leikur hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Stephen Curry kom vel stemmdur til leiks og setti niður sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Flestir þeirra langt frá þriggja stiga línunni. Boston lét það ekki á sig fá og hélt í við sjóðandi heitan Curry. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Stríðsmennirnir komust allt að tíu stigum yfir í öðrum leikhluta en náðu ekki að hrista Boston af sér og Boston var yfir er flautað var til hálfleiks, 56-54. Aftur var það Golden State sem byrjaði betur eftir hálfleikshléið. Liðsfélagar Curry voru þarna farnir að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og útlitið svart hjá Boston. Munurinn varð mestur 15 stig en það er eins og Boston viti ekki alveg hvenær eða hvernig eigi að leggja árar í bát. Samheldni, samstaða og gríðarleg gæði Boston-liðsins skinu í gegn á þessum tímapunkti og um miðjan fjórða leikhluta var staðan jöfn 103-103. The @celtics entered the 4th quarter down by 12 before outscoring their opponent 40-16 in Q4 to claim the Game 1 victory and take a 1-0 series lead! Game 2: Sun. 8pm/et on ABC pic.twitter.com/05LyPPvPiP— NBA (@NBA) June 3, 2022 Eftir það áttu Stríðsmennirnir ekki möguleika. Gestirnir frá Boston tóku 17-0 áhlaup á meðan heimamenn skoruðu aðeins fimm stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Fór það svo að Boston Celtics vann á endanum örugglega, lokatölur 108-120 og gestirnir því komnir 1-0 yfir í einvíginu. Hjá Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og 5 fráköst á meðan Klay Thompson skoraði 15 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hinn 36 ára gamli reynslbolti Al Horford var að spila sinn fyrsta leik í úrslitum deildarinnar og naut sín í botn. Horford skoraði 26 stig og var stigahæstur í liði Boston ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Al Horford did not disappoint in his NBA Finals debut, leading the @celtics in scoring with 26 points and setting a record for three-pointers made in a Finals debut (6)! pic.twitter.com/YKr5IQgyXm— NBA (@NBA) June 3, 2022 Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick White skoraði óvænt 21 stig og Marcus Smart gerði 18 stig. Jayson Tatum skoraði aðeins 12 stig en hann gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Það rigndi hreinlega þriggja stiga körfum í nótt en alls skoruðu liðin 40 slíkar. The Celtics and Warriors were both locked in from deep, combining for 40 3PM in Game 1 to set a new NBA Finals record! #NBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/iFGUT5UkAz— NBA (@NBA) June 3, 2022 Næsti leikur í einvígi liðanna fer fram á sunnudagskvöld. Upphitun hefst 23.30 en leikurinn sjálfur á miðnætti. Allt í beinni á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Gríðarleg spenna var fyrir leik kvöldsins í San Francisco, bæði Vestanhafs sem og hér heima þar sem splæst var í veglegestu NBA-útsendingu Íslandssögunnar. Segja má að fyrsti leikur hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Stephen Curry kom vel stemmdur til leiks og setti niður sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Flestir þeirra langt frá þriggja stiga línunni. Boston lét það ekki á sig fá og hélt í við sjóðandi heitan Curry. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Stríðsmennirnir komust allt að tíu stigum yfir í öðrum leikhluta en náðu ekki að hrista Boston af sér og Boston var yfir er flautað var til hálfleiks, 56-54. Aftur var það Golden State sem byrjaði betur eftir hálfleikshléið. Liðsfélagar Curry voru þarna farnir að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og útlitið svart hjá Boston. Munurinn varð mestur 15 stig en það er eins og Boston viti ekki alveg hvenær eða hvernig eigi að leggja árar í bát. Samheldni, samstaða og gríðarleg gæði Boston-liðsins skinu í gegn á þessum tímapunkti og um miðjan fjórða leikhluta var staðan jöfn 103-103. The @celtics entered the 4th quarter down by 12 before outscoring their opponent 40-16 in Q4 to claim the Game 1 victory and take a 1-0 series lead! Game 2: Sun. 8pm/et on ABC pic.twitter.com/05LyPPvPiP— NBA (@NBA) June 3, 2022 Eftir það áttu Stríðsmennirnir ekki möguleika. Gestirnir frá Boston tóku 17-0 áhlaup á meðan heimamenn skoruðu aðeins fimm stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Fór það svo að Boston Celtics vann á endanum örugglega, lokatölur 108-120 og gestirnir því komnir 1-0 yfir í einvíginu. Hjá Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og 5 fráköst á meðan Klay Thompson skoraði 15 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hinn 36 ára gamli reynslbolti Al Horford var að spila sinn fyrsta leik í úrslitum deildarinnar og naut sín í botn. Horford skoraði 26 stig og var stigahæstur í liði Boston ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Al Horford did not disappoint in his NBA Finals debut, leading the @celtics in scoring with 26 points and setting a record for three-pointers made in a Finals debut (6)! pic.twitter.com/YKr5IQgyXm— NBA (@NBA) June 3, 2022 Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick White skoraði óvænt 21 stig og Marcus Smart gerði 18 stig. Jayson Tatum skoraði aðeins 12 stig en hann gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Það rigndi hreinlega þriggja stiga körfum í nótt en alls skoruðu liðin 40 slíkar. The Celtics and Warriors were both locked in from deep, combining for 40 3PM in Game 1 to set a new NBA Finals record! #NBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/iFGUT5UkAz— NBA (@NBA) June 3, 2022 Næsti leikur í einvígi liðanna fer fram á sunnudagskvöld. Upphitun hefst 23.30 en leikurinn sjálfur á miðnætti. Allt í beinni á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira