Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 3. júní 2022 07:37 Úkraínski herinn er sagður vera að ná yfirhöndinni í baráttunni um Severodonetsk. Getty/Rick Mave Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Rússar væru búnir að sösla undir sig um fimmtung Úkraínu. Þá segir breska varnarmálaráðuneytið að þeir hafi náð yfirráðum yfir 90 prósentum af austurhéraðinu Luhansk. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Borin hafa verið kennsl á tíu rússneska hermenn sem eru sakaðir um að hafa farið ránshendi um heimili í Bucha. Unnið er að rannsókn málsins. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Rússar væru búnir að sösla undir sig um fimmtung Úkraínu. Þá segir breska varnarmálaráðuneytið að þeir hafi náð yfirráðum yfir 90 prósentum af austurhéraðinu Luhansk. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Borin hafa verið kennsl á tíu rússneska hermenn sem eru sakaðir um að hafa farið ránshendi um heimili í Bucha. Unnið er að rannsókn málsins. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira