Curry eftir tap gegn Boston: Snýst um að vinna fjóra leiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 15:31 Snýst allt um að vinna fjóra leiki segir Curry. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry var sjóðandi heitur framan af fyrsta leik Golden State Warriors og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. Það dugði ekki til þar sem Boston vann leikinn 120-108. Curry fór fyrir sínum mönnum sem máttu á endanum þola tap á heimavelli. Eftir að raða niður þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta hægðist aðeins á Curry sem endaði þó með 34 stig. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Hann var nokkuð niðurlútur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik en segir seríuna langt frá því búna. Það þurfi að vinna fjóra leiki til að verða meistari, eitthvað sem Golden State þekkir nokkuð vel. „Snýst að mestu um að sjá hvernig serían þróast, að mestu eigum við sex leiki eftir. Þurfum að breyta því sem nauðsynlegt er, þetta snýst um að vinna fjóra leiki sama hvernig svo sem farið er að því.“ „Við gerðum nóg til að vinna leik í 42 mínútur í kvöld, þannig virkar körfubolti einfaldlega ekki. Við munum gera okkar besta til að jafna metin á sunnudagskvöld,“ sagði Curry sem er á báðum áttum með að bíða fram á sunnudagskvöld til að spila næsta leik. „Tilfinningin er ömurleg og þú vilt komast aftur út á völl eins fljótt og auðið er. En breytingarnar sem við þurfum að gera – að starfslið og leikmenn séu allir á sömu blaðsíðu – fyrir sunnudag, þá er gott að hafa tvo daga milli leikja.“ „Þurfum að vera einbeittir, með sjálfstraust á eigin hæfileikum og hvað við getum þar sem þessi sería er rétt að byrja,“ sagði Curry að endingu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Curry fór fyrir sínum mönnum sem máttu á endanum þola tap á heimavelli. Eftir að raða niður þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta hægðist aðeins á Curry sem endaði þó með 34 stig. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Hann var nokkuð niðurlútur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik en segir seríuna langt frá því búna. Það þurfi að vinna fjóra leiki til að verða meistari, eitthvað sem Golden State þekkir nokkuð vel. „Snýst að mestu um að sjá hvernig serían þróast, að mestu eigum við sex leiki eftir. Þurfum að breyta því sem nauðsynlegt er, þetta snýst um að vinna fjóra leiki sama hvernig svo sem farið er að því.“ „Við gerðum nóg til að vinna leik í 42 mínútur í kvöld, þannig virkar körfubolti einfaldlega ekki. Við munum gera okkar besta til að jafna metin á sunnudagskvöld,“ sagði Curry sem er á báðum áttum með að bíða fram á sunnudagskvöld til að spila næsta leik. „Tilfinningin er ömurleg og þú vilt komast aftur út á völl eins fljótt og auðið er. En breytingarnar sem við þurfum að gera – að starfslið og leikmenn séu allir á sömu blaðsíðu – fyrir sunnudag, þá er gott að hafa tvo daga milli leikja.“ „Þurfum að vera einbeittir, með sjálfstraust á eigin hæfileikum og hvað við getum þar sem þessi sería er rétt að byrja,“ sagði Curry að endingu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira