Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2022 14:32 Hér hvíla systurnar Arooj og Aneesa Abbas, í fæðingarbæ sínum Gujrat í Pakistan. SOHAIL SHAHZAD/EPA Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa. Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa.
Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25