Selenskí að vígstöðvunum á meðan harðir bardagar geisa Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 09:16 Stund milli stríða hjá úkraínskum hermanni í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu. AP/Bernat Armangue Harðir bardagar geisa nú við borgina Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti hermenn á austurvígstöðvunum til að stappa í þá stálinu í gær. Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11
Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24