Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 12:16 Lögreglumenn á vettvangi skotbardaga í Fíladelfíu á laugardag. Talið er að bardaginn hafi upphafist eftir átök nokkurra manna. Tveir þeirra þriggja sem létust eru taldir hafa verið saklausir vegfarendur. AP/Michael Perez Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. Tvö fjöldamorð með skotvopnum skóku bandarískt samfélag með skömmu millibili í síðasta mánuði. Fyrst skaut ungur hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo, knúinn áfram af kynþáttahyggju. Innan við viku síðar skaut annar ungur maður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas. Lítill hópur öldungadeildarþingmanna hóf í kjölfarið þreifingar til þess að miðla málum á milli flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Repúblikanar eru nær alfarið á móti hvers kyns aðgerðum sem þrengja rétt fólks til að kaupa og eiga byssur en demókratar hafa talað fyrir strangari skotvopnalöggjöf. Hugmyndirnar sem nú eru ræddar eru meðal annars að hvetja ríki til að setja sér svokölluð lög um „rauð flögg“ sem eiga að gera yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum geti keypt sér skotvopn. Einnig er til umræðu að auka öryggi skóla og bæta geðheilsu. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum, segir viðræðurnar snúnar en að hann hafi aldrei átt þátt í eins alvörugefnum og vel ígrunduðum umræðum um málefnið áður. Hann sé sannfærður um að þingmenn beggja flokka reyni í einlægni að ná samkomulagi um aðgerðir sem hægt sé að ná samstöðu um. Í svipaðan streng tekur Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu. Þó að niðurstaða sé ekki í hendi sé samkomulag nær seilingar en nokkru sinni á þingferli hans. Toomey átti þátt í frumvarpi um að herða bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn sem var fellt eftir fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Sandy Hook árið 2013. Lögregluborði á vettvangi skotárásar við næturklúbb í Chattanooga í Tennessee.AP/Tierra Hayes/Chattanooga Times Tíu skotnir til bana yfir hvítasunnuhelgina Biden forseti vildi ganga mun lengra í að herða skotvopnalöggjöfina í ávarpi sem hann hélt á fimmtudag. Þar talaði hann um að endurnýja bann við árásarrifflum sem þingið lét renna út árið 2004, að auka verulega eftirlit alríkisyfirvalda með byssukaupendum og að svipta vopnaframleiðendur friðhelgi fyrir málsóknum. Washington Post segir að búist sé við að viðræður þingmannahópsins haldi áfram næstu daga á meðan þingmennirnir reyni að sannfæra nógu marga repúblikana um að styðja frumvarp. Einfaldan meirihluta þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvörp nema þingmaður lýsi því yfir að hann ætli að stöðva það með málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka frumvarp til efnislegrar umræðu. Repúblikanar beita þeim málþófsrétti til að stöðva nær öll frumvörp demókrata sem fara formlega með meirihluta í öldungadeildinni þrátt fyrir að flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. Í millitíðinni halda mannskæðar skotárásir áfram. Tíu voru skotnir til bana í skotárásum í Fíladelfíu, Tennessee, Suður-Karólínu og Michigan yfir hvítasunnuhelgina. Þar af voru þrír skotnir til bana og ellefu særðir þegar nokkrir vopnaðir menn hófu skothríð á fjölfarinni götu í Fíladelfíu seint á laugardagskvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Í bænum Chattanooga í Tennesse létust þrír og fjórtán særðust eftir að skothríð hófst við næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Lögregla segir að tveir þeirra látnu hafi fallið fyrir byssukúlu en að ekið hafi verið á þann þriðja. Borgarstjórinn þar, sem er óháður, kalaði eftir því að Bandaríkjaþing kæmi sér saman um skynsamlegar aðgerðir til að taka á byssuofbeldi. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Tvö fjöldamorð með skotvopnum skóku bandarískt samfélag með skömmu millibili í síðasta mánuði. Fyrst skaut ungur hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo, knúinn áfram af kynþáttahyggju. Innan við viku síðar skaut annar ungur maður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas. Lítill hópur öldungadeildarþingmanna hóf í kjölfarið þreifingar til þess að miðla málum á milli flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Repúblikanar eru nær alfarið á móti hvers kyns aðgerðum sem þrengja rétt fólks til að kaupa og eiga byssur en demókratar hafa talað fyrir strangari skotvopnalöggjöf. Hugmyndirnar sem nú eru ræddar eru meðal annars að hvetja ríki til að setja sér svokölluð lög um „rauð flögg“ sem eiga að gera yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum geti keypt sér skotvopn. Einnig er til umræðu að auka öryggi skóla og bæta geðheilsu. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum, segir viðræðurnar snúnar en að hann hafi aldrei átt þátt í eins alvörugefnum og vel ígrunduðum umræðum um málefnið áður. Hann sé sannfærður um að þingmenn beggja flokka reyni í einlægni að ná samkomulagi um aðgerðir sem hægt sé að ná samstöðu um. Í svipaðan streng tekur Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu. Þó að niðurstaða sé ekki í hendi sé samkomulag nær seilingar en nokkru sinni á þingferli hans. Toomey átti þátt í frumvarpi um að herða bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn sem var fellt eftir fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Sandy Hook árið 2013. Lögregluborði á vettvangi skotárásar við næturklúbb í Chattanooga í Tennessee.AP/Tierra Hayes/Chattanooga Times Tíu skotnir til bana yfir hvítasunnuhelgina Biden forseti vildi ganga mun lengra í að herða skotvopnalöggjöfina í ávarpi sem hann hélt á fimmtudag. Þar talaði hann um að endurnýja bann við árásarrifflum sem þingið lét renna út árið 2004, að auka verulega eftirlit alríkisyfirvalda með byssukaupendum og að svipta vopnaframleiðendur friðhelgi fyrir málsóknum. Washington Post segir að búist sé við að viðræður þingmannahópsins haldi áfram næstu daga á meðan þingmennirnir reyni að sannfæra nógu marga repúblikana um að styðja frumvarp. Einfaldan meirihluta þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvörp nema þingmaður lýsi því yfir að hann ætli að stöðva það með málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka frumvarp til efnislegrar umræðu. Repúblikanar beita þeim málþófsrétti til að stöðva nær öll frumvörp demókrata sem fara formlega með meirihluta í öldungadeildinni þrátt fyrir að flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. Í millitíðinni halda mannskæðar skotárásir áfram. Tíu voru skotnir til bana í skotárásum í Fíladelfíu, Tennessee, Suður-Karólínu og Michigan yfir hvítasunnuhelgina. Þar af voru þrír skotnir til bana og ellefu særðir þegar nokkrir vopnaðir menn hófu skothríð á fjölfarinni götu í Fíladelfíu seint á laugardagskvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Í bænum Chattanooga í Tennesse létust þrír og fjórtán særðust eftir að skothríð hófst við næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Lögregla segir að tveir þeirra látnu hafi fallið fyrir byssukúlu en að ekið hafi verið á þann þriðja. Borgarstjórinn þar, sem er óháður, kalaði eftir því að Bandaríkjaþing kæmi sér saman um skynsamlegar aðgerðir til að taka á byssuofbeldi.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent