Vaktin: Segja sex hundruð Úkraínumenn í „pyndingarklefum“ í Kherson Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2022 06:47 Úkraínskir hermenn eru meðal þeirra sem Rússar hafa komið fyrir í sérútbúnum pyndingarklefum, að sögn sendinefndar Úkraínu hjá OSCE. Scott Peterson/Getty Images Vassily Nebenzia, sendifulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, gekk út af fundi öryggisráðsins í gær þegar forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins sakaði Rússa um að nota matvælabirgðir sem „leyniflaugar“ gegn þróunarríkjum heims. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira