Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 07:31 Jayson Tatum var illviðráðanlegur í nótt. Kyle Terada/Getty Images Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn