Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Hólmfríður Gísladóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. júní 2022 07:59 Vopnið hreinsað á víglínunni í Donetsk. AP/Bernat Armangue Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira