Einar Bollason mættur til Boston: „Eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júní 2022 10:02 Einar Bollason er í Boston vegna úrslitaeinvígisins í NBA-körfuboltanum, að sjálfsögðu vel merktur sínu liði. Stöð 2 Körfuboltagoðsögnin og einn harðasti stuðningsmaður Boston Celtics á Íslandi, Einar Bollason, er mættur til Boston vegna lokaúrslitanna í NBA. Einar, sem um árabil lýsti NBA-leikjum á Stöð 2, hefur verið stuðningsmaður Celtics í áratugi, eða allt frá því að hann fór með íslenska landsliðinu til Boston um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann segist sjálfur vera orðinn stressaður fyrir leiknum sem fram fer í kvöld og að honum líði jafnvel eins og hann sé sjálfur að spila. Með tölfræðina á hreinu Boston er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur í þriðja leiknum sem fram fór aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Einar segir bjartsýnina hafa aukist við sigurinn eins og hann rekur í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Einar Bolla í Boston Einar er með tölfræðina á hreinu og bendir á að í 82 prósent tilvika í sögu lokaúrslita NBA hafi lið sem kemst 2-1 yfir staðið uppi sem sigurvegari. „En þá eru eftir 18 prósent,“ segir hann og hlær. Einar ferðaðist til borgarinnar til þess að upplifa stemninguna í borginni ásamt eiginkonu sinni. Í gær, þegar viðtalið var tekið, sagðist hann ekki enn vera öruggur með miða á leikinn: „En það breytir engu, maður hittir bara þá allt liðið og vafrar um og drekkur í sig stuðið,“ segir hann og hlær. Varð Celtics-aðdáandi vegna landsliðsferðar Einar segist hafa orðið aðdáandi Celtics árið 1964 þegar hann fór í ferð með íslenska landsliðinu til Boston. Liðið dvaldi í Bandaríkjunum í þrjár vikur og lék fjölda leikja við háskólalið. „Hápunkturinn í ferðinni var ekki endilega að vinna svo marga leiki heldur var okkur vel tekið í Boston Garden. Við vorum þar í boði Red Auerbach og horfðum á Bill Russell spila á móti [Wilt] Chamberlain. Síðan vorum við kynntir alveg sérstaklega og Auerbach kom og tók í höndina á okkur og [John] Havlicek, ég gleymi því aldrei. Menn þvoðu sér ekki í margar vikur á eftir. Ég held að það hafi ekki nokkur maður í íslenska landsliðinu þá ekki orðið brjálaður Boston-maður,“ rifjar Einar upp. Það verður mikið líf í TD Garden í kvöld rétt eins og þegar þriðji leikur úrslitanna fór fram í vikunni.Getty Þess má geta að Red Auerbach vann níu titla sem þjálfari Celtics og er ein helsta goðsögn í sögu Celtics. Sama má segja um Bill Russell, sem vann ellefu titla með Celtics, þar af einn sem spilandi þjálfari. Russell er af mörgum talinn einn af allra bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar. Wilt Chamberlain sem Einar nefnir einnig til sögunnar á það á ferilskrá sinni að hafa skorað 100 stig í sama leiknum og er tölfræðilega einn sá allra besti sem hefur reimað á sig skóna og haldið út á NBA-parket. John Havlicek var sömuleiðis goðsögn í körfubolta, hann er yfirleitt nefndur sem fyrsti „sjötti maður“ deildarinnar. Hann hafði það hlutverk að koma af varamannabekknum og breyta leikjum. Það gekk vel, enda varð hann átta sinnum meistari í deildinni og var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 1974. Eins og hann sé sjálfur að fara að spila Einar, sem lék marga úrslitaleiki um ævina, er spenntur fyrir fjórða leiknum í einvíginu. „Mér líður eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik. Ég orðinn þurr í munninum og svona,“ segir hann og hlær. Leikurinn er afar mikilvægur í huga Einars: „Ef við myndum fara til San Fransisco 3-1 yfir, það yrði alveg stórkostlegt.“ Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Einar, sem um árabil lýsti NBA-leikjum á Stöð 2, hefur verið stuðningsmaður Celtics í áratugi, eða allt frá því að hann fór með íslenska landsliðinu til Boston um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann segist sjálfur vera orðinn stressaður fyrir leiknum sem fram fer í kvöld og að honum líði jafnvel eins og hann sé sjálfur að spila. Með tölfræðina á hreinu Boston er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur í þriðja leiknum sem fram fór aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Einar segir bjartsýnina hafa aukist við sigurinn eins og hann rekur í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Einar Bolla í Boston Einar er með tölfræðina á hreinu og bendir á að í 82 prósent tilvika í sögu lokaúrslita NBA hafi lið sem kemst 2-1 yfir staðið uppi sem sigurvegari. „En þá eru eftir 18 prósent,“ segir hann og hlær. Einar ferðaðist til borgarinnar til þess að upplifa stemninguna í borginni ásamt eiginkonu sinni. Í gær, þegar viðtalið var tekið, sagðist hann ekki enn vera öruggur með miða á leikinn: „En það breytir engu, maður hittir bara þá allt liðið og vafrar um og drekkur í sig stuðið,“ segir hann og hlær. Varð Celtics-aðdáandi vegna landsliðsferðar Einar segist hafa orðið aðdáandi Celtics árið 1964 þegar hann fór í ferð með íslenska landsliðinu til Boston. Liðið dvaldi í Bandaríkjunum í þrjár vikur og lék fjölda leikja við háskólalið. „Hápunkturinn í ferðinni var ekki endilega að vinna svo marga leiki heldur var okkur vel tekið í Boston Garden. Við vorum þar í boði Red Auerbach og horfðum á Bill Russell spila á móti [Wilt] Chamberlain. Síðan vorum við kynntir alveg sérstaklega og Auerbach kom og tók í höndina á okkur og [John] Havlicek, ég gleymi því aldrei. Menn þvoðu sér ekki í margar vikur á eftir. Ég held að það hafi ekki nokkur maður í íslenska landsliðinu þá ekki orðið brjálaður Boston-maður,“ rifjar Einar upp. Það verður mikið líf í TD Garden í kvöld rétt eins og þegar þriðji leikur úrslitanna fór fram í vikunni.Getty Þess má geta að Red Auerbach vann níu titla sem þjálfari Celtics og er ein helsta goðsögn í sögu Celtics. Sama má segja um Bill Russell, sem vann ellefu titla með Celtics, þar af einn sem spilandi þjálfari. Russell er af mörgum talinn einn af allra bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar. Wilt Chamberlain sem Einar nefnir einnig til sögunnar á það á ferilskrá sinni að hafa skorað 100 stig í sama leiknum og er tölfræðilega einn sá allra besti sem hefur reimað á sig skóna og haldið út á NBA-parket. John Havlicek var sömuleiðis goðsögn í körfubolta, hann er yfirleitt nefndur sem fyrsti „sjötti maður“ deildarinnar. Hann hafði það hlutverk að koma af varamannabekknum og breyta leikjum. Það gekk vel, enda varð hann átta sinnum meistari í deildinni og var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 1974. Eins og hann sé sjálfur að fara að spila Einar, sem lék marga úrslitaleiki um ævina, er spenntur fyrir fjórða leiknum í einvíginu. „Mér líður eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik. Ég orðinn þurr í munninum og svona,“ segir hann og hlær. Leikurinn er afar mikilvægur í huga Einars: „Ef við myndum fara til San Fransisco 3-1 yfir, það yrði alveg stórkostlegt.“ Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31