Steph Curry allt í öllu er Stríðsmennirnir jöfnuðu metin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 09:31 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. Elsa/Getty Images Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið vann tíu stiga sigur gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 107-97. Curry skoraði 43 stig fyrir Stríðsmennina og staðan í einvíginu er nú 2-2. Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira