Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. júní 2022 07:45 Rússar eru sagðir hafa safnað saman öllu sínu stórskotaliði í Donbas. Getty/Leon Klein Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira