Minnti alla á af hverju hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 12:30 Andrew Wiggins kom, sá og sigraði í nótt. Jed Jacobsohn/Getty Images Það má segja að hetja Golden State Warriors gegn Boston Celtics í nótt hafi í senn verið óvænt en samt ekki. Andrew Wiggins steig upp og sá til þess að Stríðsmennirnir eru nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér NBA meistaratitilinn. Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30