Golden State NBA meistari árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:02 Stephen Curry, Klay Thompson og Golden State Warriors eru NBA meistarar árið 2022. Elsa/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira