Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 20. júní 2022 08:23 Vólódímír Selenskí ávarpaði Afríkusambandið í dag. Hann segir hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu halda Afríku í gíslingu Rússa. UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER/EPA Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira