Hvað borðar þú? Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 20. júní 2022 12:01 Jæja, hvað á ég að gera til að missa þessi 5 eða 10 kg í sumar? Á ég að prófa ketó, vegan, macros, low carb eða fasta bara alla daga? Þessar spurningar þekkja flestir og hafa í góðri trú, með einbeittum ásetningi prófað margar skyndilausnir sem virka ekki. Af hverju virka þær ekki? Fyrst er að nefna að endalausar upplýsingar um hvaða mataræði sé rétt fyrir þig og auglýsingar um rétta kúrinn dynja látlaust á okkur. Í öðru lagi er hver og einn einstaklingur mismunandi og því hentar ekki eitt fyrir alla. Mikilvægast er svo að endurorða spurninguna um að missa kíló og hugsa frekar um heilbrigðan líkama. Hvernig get ég misst þessi kíló og haldið þeim af mér það sem eftir er ævinnar? Lykilatriðið er hvað þú borðar og í hvaða magni. Mikilvægt er að horfa á heildar myndina varðandi næringu og hollan lífsstíl. Hvað er það þá sem virkar? Það er að minnka magn sykurs og kolvetna sem eru oft dulbúinn í fæðu okkar, sleppa alveg unnum mat og reyna að minnka matarskammtinn og þannig koma í veg fyrir ofát. Það vita flestir að sykur og ofát er ekki gott fyrir þig en afhverju eru unninn matur og grænmetisolíur svona vondar? Unninn matur er í fyrsta lagi ekki náttúrulegur og líkami okkar er ekki gerður til að vinna úr efnunum sem eru í þeim mat. Þar koma grænmetisolíur inn því þær felast í næstum öllum unnum mat. Þær heita mismunandi nöfum eins og repjuolía, sólblómaolía og canola olía. Ástæða þess að grænmetisolíur eru slæmar er vegna framleiðslu aðferða við að búa til þessar olíur og hvað þær eru óstöðugar í olíuformi. Við það ferli að hita, þurrka og sótthreinsa þessar olíur breytast þær og verða að efni sem oft eru eitruð og skaðleg fyrir líkama okkar. Þær eru oft notaðar við eldamennsku og eru í flestum skyndibitum. Ástæðan fyrir því að þetta er leyft í matnum okkar er umræða fyrir annan pistil. Það sem er hægt að nota í staðinn er t.d kaldpressuð ólífuolía, kaldpressaða avocado olíu eða ósaltað smjör. Síðan komum við að ofáti. Öllum vitum við að ekki er gott að borða of mikið en flest gerum við það þó. Hér eru nokkur góð ráð til að ná tökum á því hversu mikið þú borðar yfir daginn. Það fyrsta getur verið að vera með skilgreindan tíma þar sem þú borðar og borðar ekki, kallast föstur. Til dæmis að borða ekki eftir klukkan 8 á kvöldin flest kvöld og sleppa morgunmat. Mikilvægt í þessu er að finna venju sem passar við þig og þinn lífsstíl. Þetta getur verið gríðarlega öflugt verkfæri því oft eru einstaklingar bara að borða því þeim leiðist eða það er venja á þessum tíma dags að borða en í raun og veru er hungur tilfiningin ekki til staðar. Þessu fylgir að sjálfsögðu að þú átt nær einungis að borða þegar þú ert orðinn svangur eða svöng. Annað er þegar þú færð þér að borða þá áttu að borða þanngað til að þú verður saddur eða södd og er það töluvert auðveldara ef þú borðar holla fæðu sem inniheldur ekki sykur eða grænmetisolíur. Því eitt af því sem þessi efni gera er að ýta undir ofát. Þriðja er svo að borða mat sem þér finnst góður og bragðast vel vegna þess að þú ert að fara halda áfram að borða þann mat. Þar komum við að vandamáli sem margir kvarta yfir. Er það sú hugmynd sem sumir hafa í kollinum að hollur matur bragðist ekki vel. Unnin matur er oft bragðbættur með sykri og öðrum ávanabindandi efnum sem veldur því að hreinn matur og hollur bragðast ekki eins. Því leitar fólk ekki í hann. Þar með sagt ef þú venur þig á að sleppa unnum mat og sykri í ákveðinn tíma þá fer holli maturinn að bragðast betur. Til að taka saman þá er gríðarlega mikilvægt að skilgreina matarvenjur þínar og auka meðvitund á sambandi þínu við mat. Það getur þú gert með því að spyrja þig einfaldra spurninga; er ég að hlusta á líkamann minn, hvernig líður mér eftir hverja máltíð, er ég að hugsa um heilsuna þegar ég borða þessa máltíð? Síðan að minnka unninn mat, sykur og grænmetisolíur og get ég lofað því að líkaminn mun vera þakklátur fyrir það. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að venja sig á 80/20 regluna því auðvitað er allt í lagi að leyfa sér af og til. Það þýðir að borða hollan og næringarríkan mat 80% af tímanum og leyfa sér 20%. Ef þú fylgir þessari reglu þá er líkaminn í stakk búinn til að takast á við óhollustuna. Hollur lífstíll er langhlaup en ekki spretthlaup hvað þú borðar hefur virkileg áhrif á heilsu þína til frambúðar. Ég skora á þig að borða rétt. Höfundur er einkaþjálfari og sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Jóhann Hjartarson Heilsa Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Jæja, hvað á ég að gera til að missa þessi 5 eða 10 kg í sumar? Á ég að prófa ketó, vegan, macros, low carb eða fasta bara alla daga? Þessar spurningar þekkja flestir og hafa í góðri trú, með einbeittum ásetningi prófað margar skyndilausnir sem virka ekki. Af hverju virka þær ekki? Fyrst er að nefna að endalausar upplýsingar um hvaða mataræði sé rétt fyrir þig og auglýsingar um rétta kúrinn dynja látlaust á okkur. Í öðru lagi er hver og einn einstaklingur mismunandi og því hentar ekki eitt fyrir alla. Mikilvægast er svo að endurorða spurninguna um að missa kíló og hugsa frekar um heilbrigðan líkama. Hvernig get ég misst þessi kíló og haldið þeim af mér það sem eftir er ævinnar? Lykilatriðið er hvað þú borðar og í hvaða magni. Mikilvægt er að horfa á heildar myndina varðandi næringu og hollan lífsstíl. Hvað er það þá sem virkar? Það er að minnka magn sykurs og kolvetna sem eru oft dulbúinn í fæðu okkar, sleppa alveg unnum mat og reyna að minnka matarskammtinn og þannig koma í veg fyrir ofát. Það vita flestir að sykur og ofát er ekki gott fyrir þig en afhverju eru unninn matur og grænmetisolíur svona vondar? Unninn matur er í fyrsta lagi ekki náttúrulegur og líkami okkar er ekki gerður til að vinna úr efnunum sem eru í þeim mat. Þar koma grænmetisolíur inn því þær felast í næstum öllum unnum mat. Þær heita mismunandi nöfum eins og repjuolía, sólblómaolía og canola olía. Ástæða þess að grænmetisolíur eru slæmar er vegna framleiðslu aðferða við að búa til þessar olíur og hvað þær eru óstöðugar í olíuformi. Við það ferli að hita, þurrka og sótthreinsa þessar olíur breytast þær og verða að efni sem oft eru eitruð og skaðleg fyrir líkama okkar. Þær eru oft notaðar við eldamennsku og eru í flestum skyndibitum. Ástæðan fyrir því að þetta er leyft í matnum okkar er umræða fyrir annan pistil. Það sem er hægt að nota í staðinn er t.d kaldpressuð ólífuolía, kaldpressaða avocado olíu eða ósaltað smjör. Síðan komum við að ofáti. Öllum vitum við að ekki er gott að borða of mikið en flest gerum við það þó. Hér eru nokkur góð ráð til að ná tökum á því hversu mikið þú borðar yfir daginn. Það fyrsta getur verið að vera með skilgreindan tíma þar sem þú borðar og borðar ekki, kallast föstur. Til dæmis að borða ekki eftir klukkan 8 á kvöldin flest kvöld og sleppa morgunmat. Mikilvægt í þessu er að finna venju sem passar við þig og þinn lífsstíl. Þetta getur verið gríðarlega öflugt verkfæri því oft eru einstaklingar bara að borða því þeim leiðist eða það er venja á þessum tíma dags að borða en í raun og veru er hungur tilfiningin ekki til staðar. Þessu fylgir að sjálfsögðu að þú átt nær einungis að borða þegar þú ert orðinn svangur eða svöng. Annað er þegar þú færð þér að borða þá áttu að borða þanngað til að þú verður saddur eða södd og er það töluvert auðveldara ef þú borðar holla fæðu sem inniheldur ekki sykur eða grænmetisolíur. Því eitt af því sem þessi efni gera er að ýta undir ofát. Þriðja er svo að borða mat sem þér finnst góður og bragðast vel vegna þess að þú ert að fara halda áfram að borða þann mat. Þar komum við að vandamáli sem margir kvarta yfir. Er það sú hugmynd sem sumir hafa í kollinum að hollur matur bragðist ekki vel. Unnin matur er oft bragðbættur með sykri og öðrum ávanabindandi efnum sem veldur því að hreinn matur og hollur bragðast ekki eins. Því leitar fólk ekki í hann. Þar með sagt ef þú venur þig á að sleppa unnum mat og sykri í ákveðinn tíma þá fer holli maturinn að bragðast betur. Til að taka saman þá er gríðarlega mikilvægt að skilgreina matarvenjur þínar og auka meðvitund á sambandi þínu við mat. Það getur þú gert með því að spyrja þig einfaldra spurninga; er ég að hlusta á líkamann minn, hvernig líður mér eftir hverja máltíð, er ég að hugsa um heilsuna þegar ég borða þessa máltíð? Síðan að minnka unninn mat, sykur og grænmetisolíur og get ég lofað því að líkaminn mun vera þakklátur fyrir það. Síðast en ekki síst hvet ég alla til að venja sig á 80/20 regluna því auðvitað er allt í lagi að leyfa sér af og til. Það þýðir að borða hollan og næringarríkan mat 80% af tímanum og leyfa sér 20%. Ef þú fylgir þessari reglu þá er líkaminn í stakk búinn til að takast á við óhollustuna. Hollur lífstíll er langhlaup en ekki spretthlaup hvað þú borðar hefur virkileg áhrif á heilsu þína til frambúðar. Ég skora á þig að borða rétt. Höfundur er einkaþjálfari og sálfræðinemi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun