Spá takmörkuðum landvinningum en síðan pattstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 12:42 Úkraínskur hermaður á víglínunni í Severodonetsk. AP/Oleksandr Ratushniak Samkvæmt umfjöllun New York Times telja embættismenn vestanhafs að myndin í Úkraínu sé að skýrast; Rússar muni líklega leggja undir sig meira svæða í austurhluta landsins en mæta harðri andspyrnu sífellt betur vopnaðra Úkraínumanna og ekki ná algjörum yfirráðum yfir Donbas. Mark A. Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ef Úkraínumenn nota vopnin frá Vesturlöndum rétt ætti það að hjálpa þeim mikið á vígvellinum. Þetta segja heimildarmenn NY Times hjá Pentagon þýða að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að sækja fram í Donetsk líkt og þeim hefur tekist í Luhansk. Yfirlýst markmið Rússa er að „frelsa“ bæði héruðin, sem þeir hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að Rússar muni ná Luhansk á sitt vald á næstunni. Vopnasendingar Vesturlanda, sem ættu að fara að skila sér á vígvöllinn, muni hins vegar styrkja stöðu Úkraínuhers í Donetsk. Neither side will likely gain full control of a pivotal region in eastern Ukraine as a depleted Russian military faces an opponent armed with increasingly sophisticated weapons w/@helenecooper, @julianbarnes https://t.co/dniqqgQ4s7— Eric Schmitt (@EricSchmittNYT) June 21, 2022 Frederick B. Hodges, fyrrverandi herforingi Bandaríkjahers í Evrópu, gerir ráð fyrir að stríðið muni vara einhverja mánuði í viðbót en að seint í sumar ættu Úkraínumenn að eygja möguleika á því að ná vopnum sínum og hrekja Rússa eitthvað til baka. „Þetta er prófraun er varðar vilja og vilji Úkraínumanna er meiri,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að staða Úkraínu muni batna með hverri vikunni á sama tíma og það mun fjara undan stöðu Rússa. Þeir eiga enga bandamenn eða vini.“ Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segist telja báða aðila munu verða að þrotum komna eftir um tvo mánuði. Úkraínumenn skorti aðföng og vopn og Rússar séu nú þegar vanbúnir og ekki undir það búnir að eiga í átökum í lengri tíma. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Mark A. Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ef Úkraínumenn nota vopnin frá Vesturlöndum rétt ætti það að hjálpa þeim mikið á vígvellinum. Þetta segja heimildarmenn NY Times hjá Pentagon þýða að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að sækja fram í Donetsk líkt og þeim hefur tekist í Luhansk. Yfirlýst markmið Rússa er að „frelsa“ bæði héruðin, sem þeir hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að Rússar muni ná Luhansk á sitt vald á næstunni. Vopnasendingar Vesturlanda, sem ættu að fara að skila sér á vígvöllinn, muni hins vegar styrkja stöðu Úkraínuhers í Donetsk. Neither side will likely gain full control of a pivotal region in eastern Ukraine as a depleted Russian military faces an opponent armed with increasingly sophisticated weapons w/@helenecooper, @julianbarnes https://t.co/dniqqgQ4s7— Eric Schmitt (@EricSchmittNYT) June 21, 2022 Frederick B. Hodges, fyrrverandi herforingi Bandaríkjahers í Evrópu, gerir ráð fyrir að stríðið muni vara einhverja mánuði í viðbót en að seint í sumar ættu Úkraínumenn að eygja möguleika á því að ná vopnum sínum og hrekja Rússa eitthvað til baka. „Þetta er prófraun er varðar vilja og vilji Úkraínumanna er meiri,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að staða Úkraínu muni batna með hverri vikunni á sama tíma og það mun fjara undan stöðu Rússa. Þeir eiga enga bandamenn eða vini.“ Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segist telja báða aðila munu verða að þrotum komna eftir um tvo mánuði. Úkraínumenn skorti aðföng og vopn og Rússar séu nú þegar vanbúnir og ekki undir það búnir að eiga í átökum í lengri tíma.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira