Vaktin: Úkraínska hernum skipað að hörfa úr Sieveródonetsk Hólmfríður Gísladóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 24. júní 2022 08:26 Eyðileggingin blasir víða við. epa/Oleg Petrasyuk Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að láta hersveitirnar sem barist hafa í Sieverodonetsk hörfa og segja ekkert vit í því að láta þær sæta mannfalli í langan tíma til að verja svæðið. Ríkisstjórinn segir 90 prósent allra heimila í borginni skemmd eða eyðilögð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira