Fornmunum Asteka bjargað á þurrt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2022 14:31 Trúarhof Asteka í Tenochtitlán. WikimediaCommons Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru. Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir. Mexíkó Fornminjar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir.
Mexíkó Fornminjar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira