„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 15:29 Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. AP/Nariman El-Mofty Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53