Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 27. júní 2022 08:31 Skjáskot af myndbandi sem birt var af verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Óttast er að tala látinna sé ansi há en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Kyiv Independent Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent