Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 28. júní 2022 08:58 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á leiðtogafundi í Madríd í dag að bandalagið liti ekki á Kínverja sem andstæðinga sína en þau væru áhyggjufull yfir sterkum tengslum milli Kínverja og Rússa. AP Photo/Bernat Armangue Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður NATO Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira